Erlent

Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust

Kjartan Kjartansson skrifar
Gervihnattarmynd af Skóflulækjarkjarreldinum norðvestur af Fairbanks í Alaska 9. júlí. Hitamet var sett í tvígang í Anchorage í síðustu viku.
Gervihnattarmynd af Skóflulækjarkjarreldinum norðvestur af Fairbanks í Alaska 9. júlí. Hitamet var sett í tvígang í Anchorage í síðustu viku. Vísir/AP

Meðalhiti hefur aldrei mælst hærri í júnímánuði frá því að mælingar hófust á 19. öld en í síðasta mánuði. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA stefnir júlímánuður einnig á að vera sá hlýjasti í mælingasögunni.

Hitabylgja í vestanverðri Evrópu setti svip sinn á júnímánuð og átti þátt í að meðalhiti á jörðinni mældist 0,93 gráðum yfir meðaltali mánaðarins árin 1951 til 1980. Fyrra met var sett árið 2016 þegar hitinn var 0,82 gráðum yfir meðaltalinu, að því er segir í frétt Washington Post.

Víða voru hitamet slegin á meginlandi Evrópu í hitabylgjunni. Hæstur mældist hitinn 45,9°C í Gallargues-le-Montueux í Frakklandi. Eins var óvenjuhlýtt á norðurskautinu. Bráðnun fór þannig sérstaklega snemma af stað á Grænlandi og í Alaska hafa menn glímt við kjarrelda.

Mögulegt er að júlí slái met yfir hlýjasta mánuð sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi mælinga. Það sem af er mánaðar er hlýrra en metárið 2017.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.