Ungverjar draga sig úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 17:57 Conchita Wurst vakti mikla athygli þegar hún keppti í Eurovision en hún sigraði keppnina árið 2013. Conchitu var mikið fagnað meðal hinseginfólks í Evrópu. getty/Ragnar Singsaas Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina. Eurovision Ungverjaland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina.
Eurovision Ungverjaland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira