Innlent

Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi brunans.
Frá vettvangi brunans. Vísir/Jóhann K.
Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi, þetta kemur fram í færslu móður Sólrúnar Öldu. Fram hefur komið að Sólrún var flutt á sjúkrahús erlendis til aðhlynningar. 

Í færslu á Facebook síðu sinni segir Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, að Sólrún og Rahmon standi sig eins og hetjur í baráttunni. Þórunn segir langa og stranga endurhæfingu fyrir stafni og þakkar fjölskyldu og vinum fyrir hlýja strauma sem fjölskyldunni hafa borist.

Bænastund var haldin í Grindavíkurkirkju síðasta föstudag til stuðnings Sólrúnar en vinkonur hennar stóðu fyrir bænastundinni.

Þórunn bendir þá á styrktarreikning sem stofnaður hefur verið til þess að aðstoða við endurhæfinguna sem bíður. Sjá má færslu Þórunnar hér að neðan.


Tengdar fréttir

Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð

Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×