Úrslitaleikur á Kópavogsvelli í kvöld | Valur getur tryggt sér titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2019 08:00 Landsliðskonurnar Elín Metta Jensen og Ásta Eir Árnadóttir eigast við í fyrri deildarleik Vals og Breiðabliks. vísir/bára Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af. Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari. Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/báraValur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí. Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig. Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig. Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/báraÍ lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins: 14:00 KR - Selfoss 14:00 ÍBV - Fylkir 14:00 Keflavík - HK/Víkingur 14:45 Þór/KA - Stjarnan 19:15 Breiðablik - ValurStaðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið sækir Breiðablik heim í sautjándu og næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Valur og Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa verið í sérflokki í Pepsi Max-deildinni í sumar og stungið önnur lið af. Valskonur eru með 46 stig á toppnum, tveimur stigum á undan Blikum. Með sigri í kvöld verður Valur því Íslandsmeistari. Ef leikurinn endar með jafntefli eru Valskonur svo gott sem orðnar Íslandsmeistarar því þær eru með miklu betri markatölu en Blikar. Valur er með 52 mörk í plús en Breiðablik 35. Vinni Blikar verða þeir í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina á laugardaginn.Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni og er markahæst Blika.vísir/báraValur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli þegar þau mættust á Hlíðarenda í 8. umferð 3. júlí. Valur komst í 2-0 snemma leiks með mörkum Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hlínar Eiríksdóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn í 2-1 á 40. mínútu og tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir og tryggði Blikum stig. Þetta er eini leikurinn í Pepsi Max-deildinni í sumar sem Valur hefur ekki unnið. Breiðablik gerði hins vegar markalaust jafntefli við Þór/KA í 13. umferð. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 en þeirri bið gæti lokið í kvöld. Valskonur hafa tekið stór skref fram á við síðan á síðasta tímabili. Á sama tíma í fyrra var Valur með 30 stig. Fimm leikmenn í leikmannahópi Vals voru í Íslandsmeistaraliðinu 2010: Dóra María Lárusdóttir, Elín Metta Jensen, Hallbera Gísladóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.Hlín er markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt liðsfélaga sínum, Elínu Mettu.vísir/báraÍ lokaumferðinni á laugardaginn fær Valur Keflavík í heimsókn á meðan Breiðablik sækir Fylki heim. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst stundarfjórðungi fyrir leik. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Fjórir aðrir leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Úrslitin í fallbaráttunni gætu ráðist en Keflavík verður að vinna HK/Víking og treysta á að ÍBV vinni ekki Fylki til að eiga möguleika á að halda sér uppi.Leikir dagsins: 14:00 KR - Selfoss 14:00 ÍBV - Fylkir 14:00 Keflavík - HK/Víkingur 14:45 Þór/KA - Stjarnan 19:15 Breiðablik - ValurStaðan í Pepsi Max-deild kvenna þegar tveimur umferðum er ólokið.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira