A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 10:16 A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, sést hér grænklæddur á skissu teiknara úr dómsal frá því í morgun. Vísir/AP Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás, neitaði sök við réttarhöld sem hófust í Stokkhólmi í morgun. Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní.Sjá einnig: Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð vegna málsins síðan í byrjun júlí. Hin meinta árás náðist á myndband sem hlotið hefur töluverða dreifingu en saksóknarar segja Mayers og samverkamenn hans hafa ráðist „að yfirlögðu ráði“ á fórnarlambið, Mustafa Jafari. Hann fer fram á tæpar 140 þúsund sænskar krónur í skaðabætur, eða um 1,7 milljón íslenskra króna. Lögmaður Mayers sagði fyrir rétti í morgun að rapparinn viðurkenndi að hafa kastað Jafari í jörðina, stigið á handlegg hans og kýlt hann í öxlina. Það hefði hins vegar verið á grundvelli sjálfsvarnar.Renee Black, móðir rapparans, mætir hér hvít- og bleikklædd í dómsal í Stokkhólmi í morgun.Vísir/APMayers og móðir hans, Renee Black, voru bæði viðstödd réttarhöldin í Stokkhólmi í morgun. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir aðkomu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að því en hann hefur ítrekað kallað eftir því að Mayers verði látinn laus úr haldi lögreglu í Svíþjóð og fái að fara heim til Bandaríkjanna. Trump hefur þannig reynt að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa rapparann úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði í kjölfarið grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Hægt er að fylgjast með réttarhöldunum í beinni textalýsingu sænska ríkisútvarpsins hér. Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás, neitaði sök við réttarhöld sem hófust í Stokkhólmi í morgun. Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní.Sjá einnig: Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Mayers, hefur verið í haldi lögreglu í Svíþjóð vegna málsins síðan í byrjun júlí. Hin meinta árás náðist á myndband sem hlotið hefur töluverða dreifingu en saksóknarar segja Mayers og samverkamenn hans hafa ráðist „að yfirlögðu ráði“ á fórnarlambið, Mustafa Jafari. Hann fer fram á tæpar 140 þúsund sænskar krónur í skaðabætur, eða um 1,7 milljón íslenskra króna. Lögmaður Mayers sagði fyrir rétti í morgun að rapparinn viðurkenndi að hafa kastað Jafari í jörðina, stigið á handlegg hans og kýlt hann í öxlina. Það hefði hins vegar verið á grundvelli sjálfsvarnar.Renee Black, móðir rapparans, mætir hér hvít- og bleikklædd í dómsal í Stokkhólmi í morgun.Vísir/APMayers og móðir hans, Renee Black, voru bæði viðstödd réttarhöldin í Stokkhólmi í morgun. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir aðkomu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að því en hann hefur ítrekað kallað eftir því að Mayers verði látinn laus úr haldi lögreglu í Svíþjóð og fái að fara heim til Bandaríkjanna. Trump hefur þannig reynt að fá Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til að leysa rapparann úr haldi og sagðist persónulega geta ábyrgst hann. Löfven gerði í kjölfarið grein fyrir þrískiptingu ríkisvaldsins í Svíþjóð og algjöru sjálfstæði sænska réttarkerfinsins. Framkvæmdavaldið mætti ekki reyna að hafa áhrif á framvindu mála í réttarkerfinu. Hægt er að fylgjast með réttarhöldunum í beinni textalýsingu sænska ríkisútvarpsins hér.
Bandaríkin Donald Trump Svíþjóð Tengdar fréttir Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18 Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00
Fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. 26. júlí 2019 19:18
Handtóku aðdáanda A$AP Rocky í sænska sendiráðinu fyrir mótmæli, eignaspjöll og hótanir Rebecca Kanter, sem var handtekin í sænska sendiráðinu, er alls ekki sú eina sem hefur mótmælt því sjálfur Bandaríkjaforseti hefur undanfarna daga reynt að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. 26. júlí 2019 11:30