Erlent

Fyrrum for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar svarar Trump vegna A$AP Rocky

Sylvía Hall skrifar
Carl Bildt var forsætisráðherra frá árinu 1991 til 1994.
Carl Bildt var forsætisráðherra frá árinu 1991 til 1994. Vísir/Getty
Rapparinn A$AP Rocky hefur setið í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð frá 3. júlí síðastliðnum, grunaður um líkamsárás. Á meðal þeirra sem hafa blandað sér í málið er Donald Trump Bandaríkjaforseti, en hann kallaði eftir því að rapparanum yrði sleppt úr haldi.

Trump hafði persónulega samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og sagðist geta persónulega ábyrgst rapparann. Hann hafði rætt málið við rapparann Kanye West og ákveðið að beita sér fyrir því að A$AP Rocky yrði sleppt úr haldi.

Sjá einnig: Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega

Nú hefur annar stjórnmálamaður blandað sér í málið en Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, ítrekaði sjálfstæði dómstóla Svíþjóðar í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. Hann sagði lögin gilda jafnt yfir alla og það væri ekki í boði fyrir Bandaríkjaforseta að blanda sér inn í slík mál.





„Lög og regla gilda jafnt yfir alla og eru túlkuð af sjálfstæðum dómstólum. Þannig er það í Bandaríkjunum og svo sannarlega í Svíþjóð. Pólitísk afskipti af því ferli eru bönnuð. Er það skýrt?“ skrifaði Bildt í færslunni til forsetans.

Trump hafði lýst yfir vonbrigðum sínum með núverandi forsætisráðherra Stefan Löfven og aðgerðaleysi hans. Sagðist hann hafa horft á upptökur af atvikinu og það væri alveg ljóst að rapparinn hefði verið eltur og áreittur af „vandræðaseggjum“.





Í gærmorgun var gefin út ákæra á hendur rapparanum og mun málið verða tekið fyrir í dómsmál á komandi vikum.


Tengdar fréttir

Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar

Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi.

Trump ósáttur með aðgerðaleysi Löfven í máli A$AP Rocky

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, lýsti í dag yfir vonbrigðum sínum með aðgerðaleysi forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven í máli rapparans bandaríska A$AP Rocky sem situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×