Erlent

Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“.
Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. AP/David Zalubowski
Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal.

Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen.

Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen.

Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan.

Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.