Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 21:50 Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. AP/David Zalubowski Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen. Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen. Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan. Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna. Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen. Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen. Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan. Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00