Brexit frestað til 31. október Samúel Karl Ólason skrifar 10. apríl 2019 23:38 Frá umræðunum í kvöld. EPA/OLIVIER HOSLET Brexit, úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað til 31. október. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. Leituðu þeir lausna til að verja Evrópusambandið gagnvart óreiðunni í breskum stjórnmálum þessa dagana. Til stóð að Bretar færu úr ESB á föstudaginn og þá án samnings við sambandið varðandi áframhaldandi viðskipti, fólksflutninga og annað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gekk hart fram á fundinum og krafðist hann þess að Bretar fengju ekki lengri frest en til 30. júní. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og aðrir vildu hins vegar veita May frest í allt að ár. Macron sagði blaðamönnum í dag að hann væri mótfallinn því að Bretar tækju þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram í næsta mánuði. 31. október var valinn sem málamiðlun á milli deiluaðila. Fyrstu viðbrögð eru þó þau að sex mánuðir sé ekki góður frestur. Sérfræðingar ytra segja mögulegt að May verði bolað úr sessi, samþykki hún frest til 31. október. Breskir blaðamenn segja slíkar þreifingar hafnar. Andstæðingar Brexit í Bretlandi telja sömuleiðis mögulegt að nýta tímann til að boða til nýrra kosninga og jafnvel koma í veg fyrir úrgönguna. Þá er talið mögulegt að sex mánaða óvissa gæti komið niður á efnahagslífi Bretlands.EU27/UK have agreed a flexible extension until 31 October. This means additional six months for the UK to find the best possible solution.— Donald Tusk (@eucopresident) April 10, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Brexit, úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað til 31. október. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafði farið fram á frest til 30. júní en leiðtogar ESB ræddu málið langt fram á kvöld. Leituðu þeir lausna til að verja Evrópusambandið gagnvart óreiðunni í breskum stjórnmálum þessa dagana. Til stóð að Bretar færu úr ESB á föstudaginn og þá án samnings við sambandið varðandi áframhaldandi viðskipti, fólksflutninga og annað. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gekk hart fram á fundinum og krafðist hann þess að Bretar fengju ekki lengri frest en til 30. júní. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og aðrir vildu hins vegar veita May frest í allt að ár. Macron sagði blaðamönnum í dag að hann væri mótfallinn því að Bretar tækju þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem fara fram í næsta mánuði. 31. október var valinn sem málamiðlun á milli deiluaðila. Fyrstu viðbrögð eru þó þau að sex mánuðir sé ekki góður frestur. Sérfræðingar ytra segja mögulegt að May verði bolað úr sessi, samþykki hún frest til 31. október. Breskir blaðamenn segja slíkar þreifingar hafnar. Andstæðingar Brexit í Bretlandi telja sömuleiðis mögulegt að nýta tímann til að boða til nýrra kosninga og jafnvel koma í veg fyrir úrgönguna. Þá er talið mögulegt að sex mánaða óvissa gæti komið niður á efnahagslífi Bretlands.EU27/UK have agreed a flexible extension until 31 October. This means additional six months for the UK to find the best possible solution.— Donald Tusk (@eucopresident) April 10, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira