Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 12:13 Úr stjórnklefa Boeing 737 Max-vélar Lion Air sem var kyrrsett eftir flugslysið í Eþíópíu í mars. Vísir/Getty Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa viðurkennt að þeir hafi vitað af galla í sjálfstýringarhugbúnaði 737 Max-flugvéla sinna áður en mannskætt flugslys varð í Indónesíu sem rakið hefur verið til hans. Þeir fullyrða að fyrir mistök hafi viðvörunarbúnaður sem hefði getað gefið flugmönnunum til kynna að eitthvað bjátaði á hafi verið gerður að aukabúnaði í vélunum. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar í mars í kjölfar þess að vél af þeirri gerð á vegum Ethiopian Airlines fórst með 157 manns um borð. Aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu. Böndin hafa síðan beinst að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. 737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Nú segja stjórnendur Boeing að fyrir mistök hafi viðvörunarmerki sem gefur flugmönnum til kynna að misræmi sé að milli skynjaranna ekki verið staðalbúnaður í 737 Max-vélunum heldur hafi það verið selt sem aukabúnaður.Afstöðuskynjari á Boeing 737 Max 8-vél. Vélarnar voru búnar óvenjuöflugri sjálfstýringu til að koma í veg fyrir ofris vegna nýrra og stærri þotuhreyfla þeirra.Vísir/GettyNew York Times segir að upphaflega hafi stjórnendurnir talið að viðvörunarmerkið væri staðalbúnaður. Verkfræðingar fyrirtækisins hafi uppgötvað árið 2017 að það virkaði aðeins í vélum þegar viðskiptavinir höfðu keypt annan vísi sem sýndi mælingar afstöðuskynjaranna sem aukabúnað. Aðeins um fimmtungur viðskiptavina Boeing hafði keypt þann vísi. Hvorki vél Lion Air né Ethiopian Airlines var með viðvörunarvísinn. Í kjölfarið lét Boeing gera innri úttekt og komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi ekki niður á öryggi flugvélanna eða stjórn þeirra að viðvörunarmerkið vantaði. Þess vegna segist Boeing ekki hafa gert bandarískum flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að indónesíska flugvélin fórst í október. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) segir að Boeing hafi ekki látið vita af málinu fyrr en um mánuði eftir hrap Lion Air-vélarinnar. Lítil hætta hafi verið á ferðum en að flugvélaframleiðandinn hafi getað hjálpað til við að eyða mögulegum ruglingi með því að láta vita fyrr. Á fjórða hundrað 737 Max-véla hafa nú verið kyrrsettar í meira en mánuð. Boeing segir að von sé á hugbúnaðaruppfærslu til að ráða bót á vandanum þannig að hægt verði að koma þeim aftur í loftið í sumar. Uppfærslan á að draga úr vægi sjálfstýringarinnar og mata hana á gögnum frá báðum afstöðuskynjurunum. Þá eigi viðvörunarmerkið einnig að vera aðgengilegt í öllum vélunum. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hafa viðurkennt að þeir hafi vitað af galla í sjálfstýringarhugbúnaði 737 Max-flugvéla sinna áður en mannskætt flugslys varð í Indónesíu sem rakið hefur verið til hans. Þeir fullyrða að fyrir mistök hafi viðvörunarbúnaður sem hefði getað gefið flugmönnunum til kynna að eitthvað bjátaði á hafi verið gerður að aukabúnaði í vélunum. Allar Boeing 737 Max-farþegaþotur voru kyrrsettar í mars í kjölfar þess að vél af þeirri gerð á vegum Ethiopian Airlines fórst með 157 manns um borð. Aðeins fimm mánuðum fyrr höfðu 189 manns farist með sams konar vél Lyon Air í Indónesíu. Böndin hafa síðan beinst að sjálfstýringarhugbúnaði vélanna. Vísbendingar hafa fundist um að hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris hafi stýrt flugvélunum niður á við þannig að þær hröpuðu. 737 Max-vélarnar eru búnar tveimur svokölluðum afstöðuskynjurum. Sjálfstýringin reiðir sig hins vegar aðeins á gögn frá öðrum þeirra um afstöðu vélarinnar. Svo virðist sem að misræmi hafi verið í mælingum skynjaranna í tilfelli vélanna tveggja sem fórust. Nú segja stjórnendur Boeing að fyrir mistök hafi viðvörunarmerki sem gefur flugmönnum til kynna að misræmi sé að milli skynjaranna ekki verið staðalbúnaður í 737 Max-vélunum heldur hafi það verið selt sem aukabúnaður.Afstöðuskynjari á Boeing 737 Max 8-vél. Vélarnar voru búnar óvenjuöflugri sjálfstýringu til að koma í veg fyrir ofris vegna nýrra og stærri þotuhreyfla þeirra.Vísir/GettyNew York Times segir að upphaflega hafi stjórnendurnir talið að viðvörunarmerkið væri staðalbúnaður. Verkfræðingar fyrirtækisins hafi uppgötvað árið 2017 að það virkaði aðeins í vélum þegar viðskiptavinir höfðu keypt annan vísi sem sýndi mælingar afstöðuskynjaranna sem aukabúnað. Aðeins um fimmtungur viðskiptavina Boeing hafði keypt þann vísi. Hvorki vél Lion Air né Ethiopian Airlines var með viðvörunarvísinn. Í kjölfarið lét Boeing gera innri úttekt og komast að þeirri niðurstöðu að það kæmi ekki niður á öryggi flugvélanna eða stjórn þeirra að viðvörunarmerkið vantaði. Þess vegna segist Boeing ekki hafa gert bandarískum flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að indónesíska flugvélin fórst í október. Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) segir að Boeing hafi ekki látið vita af málinu fyrr en um mánuði eftir hrap Lion Air-vélarinnar. Lítil hætta hafi verið á ferðum en að flugvélaframleiðandinn hafi getað hjálpað til við að eyða mögulegum ruglingi með því að láta vita fyrr. Á fjórða hundrað 737 Max-véla hafa nú verið kyrrsettar í meira en mánuð. Boeing segir að von sé á hugbúnaðaruppfærslu til að ráða bót á vandanum þannig að hægt verði að koma þeim aftur í loftið í sumar. Uppfærslan á að draga úr vægi sjálfstýringarinnar og mata hana á gögnum frá báðum afstöðuskynjurunum. Þá eigi viðvörunarmerkið einnig að vera aðgengilegt í öllum vélunum.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18 Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31 Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Forstjóri Boeing segir félagið ekki hafa gert mistök við hönnun MAX-vélanna Dennis Muilenberg, forstjóri Boeing, segir að flugvélaframleiðandinn hafi ekki gert nein tæknileg mistök við hönnun Boeing 737 MAX-vélanna sem eru nú í flugbanni um allan heim vegna tveggja mannskæðra flugslysa. 24. apríl 2019 22:18
Flugmenn stærsta flugfélags heims krefjast meiri þjálfunar svo endurheimta megi traust á MAX-vélunum Flugmenn American Airlines hafa varað flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum við því að fyrirhuguð þjálfunaráætlun vegna uppfærslu á stjórnkerfi 737 MAX vélanna sé ekki fullnægjandi að þeirra mati. 28. apríl 2019 22:31
Forstjóri Boeing: 737 MAX verði ein öruggasta flugvél í heimi Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, heitir því að ný útgáfa 737 MAX-flugvélanna verði meðal öruggustu farartækja háloftanna. 29. apríl 2019 16:08