Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK í þriðja deildarleiknum í röð þegar liðið vann 2-0 sigur á Helsingborg í dag.
Þetta var þriðji sigur AIK í röð. Liðið er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig, einu stigi á eftir toppliði Malmö.
Anton Salétros og Chinedu Obasi skoruðu mörk sænsku meistaranna í leiknum.
Kolbeinn var tekinn af velli á 68. mínútu. Hann skoraði tvö mörk í síðasta deildarleik AIK.
Daníel Hafsteinsson, sem er nýgenginn í raðir Helsingborg, var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.
