Fótbolti

Kolbeinn í liði umferðarinnar í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kolbeinn í þann mund að skora annað marka sinna
Kolbeinn í þann mund að skora annað marka sinna vísir/getty

Kolbeinn Sigþórsson minnti rækilega á sig um síðustu helgi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni. 

Þetta voru fyrstu mörk Kolbeins í langan tíma. Þetta var jafnframt annar leikur hans í byrjunarliði síðan hann gekk í raðir sænsku meistaranna.

Skilaði frammistaðan honum sæti í liði 15.umferðar Allsvenskan hjá sænska dagblaðinu Expressen.

Ærið verkefni bíður Kolbeins og félaga í kvöld þar sem þeir taka á móti Ararat frá Armeníu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu en Armenarnir unnu fyrri leikinn 2-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.