Íslenski boltinn

Daníel Hafsteinsson fer til Helsingborg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daníel í leik með KA í sumar
Daníel í leik með KA í sumar vísir/bára
Daníel Hafsteinsson er á leið til sænska félagsins Helsingborg en KA hefur náð samkomulagið við sænska félagið um kaup á miðjumanninum.Hinn 19 ára gamli Daníel hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá KA í sumar. Hann á sex mörk í 48 meistaraflokksleikjum með uppeldisfélaginu. Þá hefur hann verið fastamaður í U21 landsliði Íslands.Daníel á sjálfur eftir að komast að samkomulagi við Helsingborg.Helsingborg er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa farið upp úr B-deildinni í fyrra. Liðið er í 11. sæti af 16 í deildinni.KA er í fallsæti í Pepsi Max deild karla eftir tap fyrir HK um helgina.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.