Íslenski boltinn

Daníel Hafsteinsson fer til Helsingborg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daníel í leik með KA í sumar
Daníel í leik með KA í sumar vísir/bára

Daníel Hafsteinsson er á leið til sænska félagsins Helsingborg en KA hefur náð samkomulagið við sænska félagið um kaup á miðjumanninum.

Hinn 19 ára gamli Daníel hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá KA í sumar. Hann á sex mörk í 48 meistaraflokksleikjum með uppeldisfélaginu. Þá hefur hann verið fastamaður í U21 landsliði Íslands.

Daníel á sjálfur eftir að komast að samkomulagi við Helsingborg.

Helsingborg er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa farið upp úr B-deildinni í fyrra. Liðið er í 11. sæti af 16 í deildinni.

KA er í fallsæti í Pepsi Max deild karla eftir tap fyrir HK um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.