Íslenski boltinn

Helsingborg tilkynnti komu Daníels

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daníel í búningi Helsingborg
Daníel í búningi Helsingborg mynd/helsingborg

Daníel Hafsteinsson er formlega orðinn leikmaður sænska liðsins Helsingborg eftir að hafa skrifað undir þriggja og hálfs árs samning hjá félaginu í dag.

KA greindi frá því í gær að liðið hefði komist að samkomulagi við Helsingborg. Þá átti Daníel eftir að semjast um kaup og kjör og standast læknisskoðun en nú er það allt frágengið.

Daníel hefur verið í lykilhlutverki hjá KA í sumar og er fastamaður í U21 landsliði Íslands.

Helsingborg er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er í 11. sæti af 16 liðum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.