Fótbolti

Kolbeinn skoraði tvö mörk í sigri AIK: Fyrstu deildarmörkin síðan í janúar 2016

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn fagnar marki í dag.
Kolbeinn fagnar marki í dag. vísir/getty

Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvö mörk AIK er liðið vann 3-0 sigur á Elfsborg á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þetta eru fyrstu félagsliðamörk Kolbeins í þrjú og hálft ár en síðasta deildarmark sem hann skoraði kom með Nantes í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux í janúarmánuði 2016.

Frábær tíðindi fyrir íslenskan fótbolta ef Kolbeinn er að komast aftur á skrið en mörkin skoraði hann bæði í fyrri hálfleik. Fyrra markið á 24. mínútu og það síðara stundarfjórðungi síðar.

Kolbeinn spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins fyrir AIK sem er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Malmö. Í þeim leikjum sem Kolbeinn hefur komið við sögu hjá AIK, hefur liðið ekki tapað.





Óttar Magnús Karlsson spilaði fyrri hálfleikinn er Mjällby vann 2-1 sigur á Frej Tåby. Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga og Breiðabliks, er þjálfari Mjällby sem er í öðru sæti deildarinnar.

Í Noregi spilaði Samúel Kári Friðjónsson allan tímann fyrir Viking sem töpuðu 5-1 fyrir norsku meisturunum í Rosenborg. Nýliðarnir í Víking eru í áttunda sæti deildarinnar eftir fjórtán leiki.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.