Fótbolti

Kolbeinn og félagar sneru dæminu sér í vil og eru komnir áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn er kominn á fulla ferð með AIK.
Kolbeinn er kominn á fulla ferð með AIK. vísir/getty
Kolbeinn Sigþórsson lék síðustu 18 mínúturnar þegar AIK tryggði sér sæti í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri á Ararat-Armenia í kvöld.

Ararat-Armenia vann fyrri leikinn, 2-1, þar sem liðið var manni fleiri í 77 mínútur. Það var því ljóst að sænsku meistararnir þyrftu að vinna á heimavelli í kvöld til að komast áfram. Og það gerðu þeir.

Staðan í hálfleik var markalaus en Henok Goitom, fyrirliði AIK, skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Á 62. mínútu skoraði svo reynsluboltinn Sebastian Larsson þriðja mark AIK og staða Svíanna því orðin góð.

Anton Kobyalko minnkaði muninn í 3-1 á 77. mínútu en nær komust armensku meistararnir ekki. AIK vann einvígið, 4-3 samanlagt, og mætir væntanlega Maribor í næstu umferð. Nú stendur yfir seinni leikur Maribor og Vals og leiða slóvensku meistararnir, 2-0 og 5-0 samanlagt.

Kolbeinn kom inn á þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði sín fyrstu mörk fyrir AIK í 3-0 sigri á Elfsborg á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×