Þúsundir krefjast frjálsra kosninga í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 14:15 Mótmælandi í Moskvu heldur á kröfuspjaldi þar sem segir að hann eigi rétt á að velja. Vísir/EPA Áætlað er að rúmlega tuttugu þúsund mótmælendur hafi komið saman í miðborg Moskvu í dag og krafist frjálsra kosninga í Rússlandi. Stjórnarandstæðingar saka stjórnvöld um að hafa ranglega lýst undirskriftarlista fjölda frambjóðenda fyrir borgarstjórnarkosningar í haust ógilda. Á meðal krafna mótmælanna í Moskvu er að frambjóðendurnir fái að skrá framboð sín fyrir kosningarnar í september. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er á meðal mótmælendanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Honum var meina að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín forseta í fyrra. Starfsmenn kjörstjórnar bönnuðu þrjátíu frambjóðendum, flestum þeirra stjórnarandstæðingum, að bjóða sig fram til borgarstjórnar á þeirri forsendu að þeir hefðu ekki safnað þeim fimm þúsund undirskriftum sem krafist var, að sögn Reuters. Frambjóðendurnir segjast hafa skilað undirskriftarlistunum en þeir séu útilokaðir frá kosningum vegna þess að þeir ætluðu að bjóða sig fram gegn sitjandi fulltrúum sem eru hliðhollir Pútín. Handtökur eru tíðar á mótmælum sem þessum í Rússlandi þar sem yfirvöld synja skipuleggjendum þeirra oft um leyfi. Leyfi var veitt fyrir mótmælunum í dag og hefur engum sögum farið af handtökum í tengslum við þau. Um tuttugu og fimm mótmælendur voru handteknir í Moskvu í síðustu viku. Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í 10 daga fangelsi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Navalní hefur þurft að dvelja í fangelsi þar í landi. 1. júlí 2019 17:25 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Áætlað er að rúmlega tuttugu þúsund mótmælendur hafi komið saman í miðborg Moskvu í dag og krafist frjálsra kosninga í Rússlandi. Stjórnarandstæðingar saka stjórnvöld um að hafa ranglega lýst undirskriftarlista fjölda frambjóðenda fyrir borgarstjórnarkosningar í haust ógilda. Á meðal krafna mótmælanna í Moskvu er að frambjóðendurnir fái að skrá framboð sín fyrir kosningarnar í september. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er á meðal mótmælendanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Honum var meina að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín forseta í fyrra. Starfsmenn kjörstjórnar bönnuðu þrjátíu frambjóðendum, flestum þeirra stjórnarandstæðingum, að bjóða sig fram til borgarstjórnar á þeirri forsendu að þeir hefðu ekki safnað þeim fimm þúsund undirskriftum sem krafist var, að sögn Reuters. Frambjóðendurnir segjast hafa skilað undirskriftarlistunum en þeir séu útilokaðir frá kosningum vegna þess að þeir ætluðu að bjóða sig fram gegn sitjandi fulltrúum sem eru hliðhollir Pútín. Handtökur eru tíðar á mótmælum sem þessum í Rússlandi þar sem yfirvöld synja skipuleggjendum þeirra oft um leyfi. Leyfi var veitt fyrir mótmælunum í dag og hefur engum sögum farið af handtökum í tengslum við þau. Um tuttugu og fimm mótmælendur voru handteknir í Moskvu í síðustu viku.
Rússland Tengdar fréttir Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20 Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í 10 daga fangelsi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Navalní hefur þurft að dvelja í fangelsi þar í landi. 1. júlí 2019 17:25 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á. 12. júní 2019 18:20
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í 10 daga fangelsi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Navalní hefur þurft að dvelja í fangelsi þar í landi. 1. júlí 2019 17:25