Aron Bjarki framlengdi samning sinn um eitt ár en Pálmi samdi til næstu tveggja ára en Pálmi Rafn var einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar.
Samningarnir voru undirritaðir á Elliheimilinu Grund en mikil umræða var meðal spekinga fyrr í sumar að KR-liðið væri orðið of gamalt.
Þeir hins vegar unnu deildina og gerðu Óskar Örn Hauksson og Pálmi meðal annars grín að þessu á dögunum eftir bikarafhendinguna.
Aron Bjarki hefur verið í herbúðum KR síðan 2011 en Pálmi snéri aftur heim árið 2015 og gekk í raðir KR.