Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 22:15 Kim Jong Un. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina. Norður-Kórea Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina.
Norður-Kórea Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira