Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 10:15 Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Getty/Joe Raedle Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það er orðinn reglulegur viðburður en að þessu sinni er Boeing að skjóta Starliner-geimfari fyrirtækisins í fyrsta sinn til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Bandaríkin hafa ekki skotið mönnum út í geim til langs tíma og því hafa allar þjóðir sem að geimstöðinni koma reitt sig á Rússa til að manna stöðina. Það gæti breyst á næsta ári, ef vel gengur í dag. Samkvæmt NASA áætla veðurfræðingar að 80 prósent líkur séu á því að ekki þurfi að hætta við geimskotið.Starliner-farið er hannað til þess að tengjast sjálfkrafa við geimstöðina þannig að geimfarar um borð þurfi ekki að gera það sjálfir. Það verður reynt á laugardaginn. Yfirleitt er tenging einn erfiðasti hluti geimferða. Eftir að geimfararnir um borð í geimstöðinni opna farið munu þeir flytja farminn úr því og kanna svo ástand þess ítarlega. Þann 28. desember er svo áætlað að senda geimfarið aftur til jarðarinnar. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug frá ULA og er stefnt á að það verði gert klukkan 11:36. Þá er gert ráð fyrir að Starliner nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn, eftir um 26 klukkustunda ferðalag. Um borð eru tæp 280 kíló af birgðum og jólagjafir til þeirra sex geimfara sem eru um borð.Hægt verður að fylgjast með hér í fréttinni þegar nær dregur. Today's #Starliner #AtlasV launch is an instantaneous launch - that means the rocket has a precise moment when it has to launch in order to get on the path to catch the @Space_Station in orbit. pic.twitter.com/99Flw0aY6y— Boeing Space (@BoeingSpace) December 20, 2019 Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það er orðinn reglulegur viðburður en að þessu sinni er Boeing að skjóta Starliner-geimfari fyrirtækisins í fyrsta sinn til geimstöðvarinnar. Geimfar þetta á seinna meir að flytja geimfara út í geim, frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn í árabil. Bandaríkin hafa ekki skotið mönnum út í geim til langs tíma og því hafa allar þjóðir sem að geimstöðinni koma reitt sig á Rússa til að manna stöðina. Það gæti breyst á næsta ári, ef vel gengur í dag. Samkvæmt NASA áætla veðurfræðingar að 80 prósent líkur séu á því að ekki þurfi að hætta við geimskotið.Starliner-farið er hannað til þess að tengjast sjálfkrafa við geimstöðina þannig að geimfarar um borð þurfi ekki að gera það sjálfir. Það verður reynt á laugardaginn. Yfirleitt er tenging einn erfiðasti hluti geimferða. Eftir að geimfararnir um borð í geimstöðinni opna farið munu þeir flytja farminn úr því og kanna svo ástand þess ítarlega. Þann 28. desember er svo áætlað að senda geimfarið aftur til jarðarinnar. Geimfarinu verður skotið á loft með Atlas V eldflaug frá ULA og er stefnt á að það verði gert klukkan 11:36. Þá er gert ráð fyrir að Starliner nái til geimstöðvarinnar á laugardaginn, eftir um 26 klukkustunda ferðalag. Um borð eru tæp 280 kíló af birgðum og jólagjafir til þeirra sex geimfara sem eru um borð.Hægt verður að fylgjast með hér í fréttinni þegar nær dregur. Today's #Starliner #AtlasV launch is an instantaneous launch - that means the rocket has a precise moment when it has to launch in order to get on the path to catch the @Space_Station in orbit. pic.twitter.com/99Flw0aY6y— Boeing Space (@BoeingSpace) December 20, 2019
Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira