Frumkvöðull í fyrirsætuheiminum lést eftir skyndileg veikindi Sylvía Hall skrifar 21. desember 2019 15:39 Mama Cax. Vísir/Getty Hin þrítuga fyrirsæta Mama Cax lést á mánudag eftir skammvinn veikindi. Cax, sem hét fullu nafni Cacsmy Brutus, var frumkvöðull í heimi fyrirsæta og barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum. Fjölskylda Cax greindi frá andláti hennar á Instagram í gær þar sem þau minntust hennar sem baráttukonu. Hún hafi tekist á við margar áskoranir í lífinu og unnið marga sigra og þannig hafi hún tekist á við síðustu daga sína. Cax missti fótlegg sem táningur eftir baráttu við lungna- og beinkrabba. Hún notaðist við gervifót og ruddi þannig brautina fyrir fatlaðar fyrirsætur. Þá barðist hún einnig fyrir auknum sýnileika minnihlutahópa í iðnaðinum. Cax vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir breyttum viðhorfum í fyrirsætubransanum.Vísir/Getty Í viðtali við tímaritið Dazed and Confused fyrr á árinu sagðist hún hafa lært að elska gervifótinn eftir að hún byrjaði að skreyta hann. Í kjölfarið hafi hún farið að líta á hann sem listaverk í stað þess að hugsa um hann sem eitthvað sem hún ætti að skammast sín fyrir. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk um allan heim mun finna fyrir þessum missi og hann mun ekki vera auðveldur fyrir neinn. Við biðjum ykkur um að virða einkalíf Cax á þessum erfiðu tímum,“ skrifar fjölskyldan á Instagram. Á meðal þeirra sem hafa minnst Cax á samfélagsmiðlum er tónlistarkonan Rihanna en Cax tók þátt í tískusýningu fyrir undirfatalínu Rihönnu, Fenty, fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir Cax hafa verið náttúruafl sem veitti mörgum innblástur. View this post on Instagram A queen. A force. A powerhouse beauty that brought her strength to the @savagexfenty stage this year inspiring so many across the globe. Rest In Power sis @mamacax A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Dec 20, 2019 at 9:59am PST Andlát Bandaríkin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Hin þrítuga fyrirsæta Mama Cax lést á mánudag eftir skammvinn veikindi. Cax, sem hét fullu nafni Cacsmy Brutus, var frumkvöðull í heimi fyrirsæta og barðist fyrir aukinni fjölbreytni í tískuiðnaðinum. Fjölskylda Cax greindi frá andláti hennar á Instagram í gær þar sem þau minntust hennar sem baráttukonu. Hún hafi tekist á við margar áskoranir í lífinu og unnið marga sigra og þannig hafi hún tekist á við síðustu daga sína. Cax missti fótlegg sem táningur eftir baráttu við lungna- og beinkrabba. Hún notaðist við gervifót og ruddi þannig brautina fyrir fatlaðar fyrirsætur. Þá barðist hún einnig fyrir auknum sýnileika minnihlutahópa í iðnaðinum. Cax vakti athygli fyrir baráttu sína fyrir breyttum viðhorfum í fyrirsætubransanum.Vísir/Getty Í viðtali við tímaritið Dazed and Confused fyrr á árinu sagðist hún hafa lært að elska gervifótinn eftir að hún byrjaði að skreyta hann. Í kjölfarið hafi hún farið að líta á hann sem listaverk í stað þess að hugsa um hann sem eitthvað sem hún ætti að skammast sín fyrir. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk um allan heim mun finna fyrir þessum missi og hann mun ekki vera auðveldur fyrir neinn. Við biðjum ykkur um að virða einkalíf Cax á þessum erfiðu tímum,“ skrifar fjölskyldan á Instagram. Á meðal þeirra sem hafa minnst Cax á samfélagsmiðlum er tónlistarkonan Rihanna en Cax tók þátt í tískusýningu fyrir undirfatalínu Rihönnu, Fenty, fyrir nokkrum mánuðum. Hún segir Cax hafa verið náttúruafl sem veitti mörgum innblástur. View this post on Instagram A queen. A force. A powerhouse beauty that brought her strength to the @savagexfenty stage this year inspiring so many across the globe. Rest In Power sis @mamacax A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Dec 20, 2019 at 9:59am PST
Andlát Bandaríkin Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira