Erlent

Þrettán skotnir í minningarathöfn um mann sem skotinn var til bana

Skotvopnatengdir glæpir eru mjög tíðir í Chicago.
Skotvopnatengdir glæpir eru mjög tíðir í Chicago. Vísir/Getty

Þrettán eru særðir eftir að skotárás var framin í Chicago-borg í Bandaríkjunum fyrr í dag. Skotárásin var gerð í miðri minningarathöfn um mann sem var skotinn til bana í apríl er hann var að reyna að ræna bíl.

Lögreglyfirvöld í Chicago segja að minningarathöfnin hafi fljótt breyst í martröð eftir að tveir veislugestir hófu skotárás. Svo virðist sem að einhvers konar ágreiningur hafi komið upp sem varð til þess að mennirnir tveir hófu að skjóta á veislugesti.

Tveir hafa verið handteknir vegna árásarinnar en lögregla segir að það hafi aðeins tekið örfáar mínútur fyrir lögreglumenn að koma á vettvang.

Svo virðist sem að skotárásin hafi hafist innandyra en þegar veislugestir flúðu vettvang hófu árásarmennirnir að skjóta á þá utandyra.

Verið var að minnast manns sem var skotinn til bana erhann rændi að ræna bíl af manni. Ökumaðurinn skaut manninn í sjálfsvörn og var ekki ákærður vegna málsins.

Alls hafa 2,594 látist eða slasast af völdum skotvopns það sem af er ári í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×