Íslenski boltinn

Sportpakkinn: „Aldrei gaman að geta ekki greitt fólki“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH.
Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH. mynd/stöð 2

Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að deildin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarna mánuði.

„Þetta hafa verið erfið ár. Við komumst ekki í Evrópukeppni og höfum verið í miklum framkvæmdum við að bæta aðstöðu okkar. Það hefur kostað gríðarlega mikla peninga,“ sagði Valdimar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

Valdimar viðurkennir að FH hafi átt í vandræðum með borga leikmönnum og starfsfólki laun.

„Þetta er mjög erfið staða og það er aldrei gaman að geta ekki greitt fólki það sem það á skilið og á að fá,“ sagði Valdimar.

Borgum oftast laun innan mánaðar

„Við höfum gert okkar besta og sem betur fer hafa vandræðin ekki verið verri en svo að við borgum oftast okkar laun innan mánaðar. En það hefur verið smá skafl sem við höfum ýtt á undan okkur. Við erum að fara gegnum í erfiða niðurskurðarhluti, lækka laun og minnka kostnað. En við erum líka að auka tekjur og bæta þjónustuna.“

Sögur hafa gengið um að skoski framherjinn Steven Lennon ætli að róa á önnur mið.

„Lennon er samningsbundinn okkur og er frábær leikmaður. Það hefur ekkert komið á okkar borð annað en að hann verði áfram,“ sagði Valdimar.

Lánið umdeilda skammtímafjármögnun

Í gær bárust fréttir af ósætti innan FH vegna sex milljóna króna láns sem knattspyrnudeild félagsins fékk frá Barna- og unglingaráði. Stjórn þess sagði af sér vegna málsins.

„Við þurftum að fleyta félaginu í nokkrar vikur en vonandi ekki langan tíma. Þetta kemur ekkert niður á starfinu. Barna- og unglingaráð á alla sína peninga og þeir eru aðgreindir og allt svoleiðis. Þetta er bara skammtímafjármögnun milli eininga hjá okkur,“ sagði Valdimar um lánið umdeilda.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Hart í ári hjá FH


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.