Erlent

Stefnir í umdeilt samkomlag á milli Weinstein og fórnarlamba

Samúel Karl Ólason skrifar
Harvey Weinstein að ganga úr dómsshúsi í New York.
Harvey Weinstein að ganga úr dómsshúsi í New York. AP/Mark Lennihan

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur komist að samkomulagi við hóp kvenna sem hafa sakað hann um kynferðislegt ofbeldi. Samkvæmt samkomulaginu munu rúmlega 30 leikkonur og fyrrverandi starfskonur Weinstein deila með sér 25 milljónum dala. Samkomulagið er þó ekki í höfn þar sem það þarf að vera samþykkt fyrir dómi og allir aðilar þurfa að skrifa undir það.Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær. Í næsta mánuði hefjast réttarhöld yfir honum fyrir nauðgun og aðra kynferðisglæpi en það mál tengist samkomulaginu ekki með beinum hætti. Weinstein neitar sök en hann gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Umrætt samkomulag felur í sér að Weinstein þarf ekki að viðurkenna sök og kemur í raun í veg fyrir frekari málssóknir gegn honum og gjaldþrota fyrirtækis hans. Tryggingarfélög fyrirtækisins munu greiða upphæðina.Viðbrögð við samkomulaginu hafa verið blendin. Einhverjar konur sem höfðuðu mál gegn Weinstein segja þetta bestu mögulegu niðurstöðuna en aðrar segja þetta hneisu.Þar á meðal er leikkonan Zoe Brock. Hún sagði BBC að samkomulagið væri brandari og til marks um brotið kerfiLögmaður einnar konu sagði sömuleiðis að það væri fáránlegt að samkomulagið væri bindandi fyrir aðila sem koma ekki að málinu gegn Weinstein.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.