Dauðadómur Musharrafs markar tímamót í Pakistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. desember 2019 19:00 Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. Pervez Musharraf sölsaði undir sig völdin í Pakistan árið 1999 þegar herinn framdi valdarán. Hann var gerður að forseta landsins árið 2001 og gegndi þeirri stöðu þar til 2008. Í embætti var Musharraf mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í stríði þeirra í Afganistan. Landráðadómurinn sem nú hefur fallið snýst um atburði nóvembermánaðar árið 2007. Þá lýsti Musharraf yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og lokaði fyrir alla óháða fjölmiðla. Á þessum tíma var Musharraf nýbúinn að ná endurkjöri en hæstiréttur landsins átti eftir að úrskurða um lögmæti kosninganna. Ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Musharraf hrökklaðist frá völdum ári síðar og þegar Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli árið 1999, varð forsætisráðherra árið 2013 hóf hann rannsókn á landráðum síns gamla óvinar. Lögmaður Musharrafs var skiljanlega ósáttur við dóminn. Sagði hann skýrast af því að andstæðingar forsetans fyrrverandi hafi verið öfundssjúkir vegna árangurs Musharrafs. Dómurinn er sagður sögulegur og marka tímamót fyrir Pakistan. Hæstaréttarlögmaðurinn Hamid Khan sagði þetta í fyrsta skipti sem einræðisherra hlýtur dóm. Pakistan Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. Pervez Musharraf sölsaði undir sig völdin í Pakistan árið 1999 þegar herinn framdi valdarán. Hann var gerður að forseta landsins árið 2001 og gegndi þeirri stöðu þar til 2008. Í embætti var Musharraf mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í stríði þeirra í Afganistan. Landráðadómurinn sem nú hefur fallið snýst um atburði nóvembermánaðar árið 2007. Þá lýsti Musharraf yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og lokaði fyrir alla óháða fjölmiðla. Á þessum tíma var Musharraf nýbúinn að ná endurkjöri en hæstiréttur landsins átti eftir að úrskurða um lögmæti kosninganna. Ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Musharraf hrökklaðist frá völdum ári síðar og þegar Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli árið 1999, varð forsætisráðherra árið 2013 hóf hann rannsókn á landráðum síns gamla óvinar. Lögmaður Musharrafs var skiljanlega ósáttur við dóminn. Sagði hann skýrast af því að andstæðingar forsetans fyrrverandi hafi verið öfundssjúkir vegna árangurs Musharrafs. Dómurinn er sagður sögulegur og marka tímamót fyrir Pakistan. Hæstaréttarlögmaðurinn Hamid Khan sagði þetta í fyrsta skipti sem einræðisherra hlýtur dóm.
Pakistan Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira