Erlent

Hita­metið í Ástralíu slegið annan daginn í röð

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarmikill hiti og miklar gróðureldar gera Áströlum nú erfitt fyrir.
Gríðarmikill hiti og miklar gróðureldar gera Áströlum nú erfitt fyrir. Getty

Stjórnvöld í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, hafa lýst yfir sjö daga neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla skógar- og kjarrelda. Auk skógareldanna geisar nú mikil hitabylgja í landinu.

Á þriðjudag féll met í Ástralíu þar sem meðalhitinn í öllu landinu náði methæðum og mældist 40,9 gráður en í gær var það met slegið og það nokkuð rækilega, þegar meðalhitinn mældist 41,9 gráður.

Um hundrað aðskildir eldar brenna nú á svæðinu og rúmlega tvö þúsund slökkviliðsmenn berjast við þá. Tekist hefur að ná tökum á um helmingi eldanna en hinir brenna stjórnlaust.

Hitinn í miðborg stórborgarinnar Sydney fór í morgun í 39 gráður og í úthverfum sýndu mælar rúmar 42 gráður.

Síðustu mánuði hefur ástandið í Ástralíu verið afar slæmt og alls hafa þrjár milljónir hektara brunnið síðustu mánuði. Sex hafa látið lífið og rúmlega átta hundruð heimili hafa orðið eldunum að bráð.


Tengdar fréttir

Meðalhitinn yfir fjörutíu stigum

Aldrei hefur verið heitara í Ástralíu en í gær. Meðalhiti í landinu fór upp í 40,9 stig og hitinn er ekki á förum strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×