Enski boltinn

Solskjær sagður hafa tjáð leikmönnum að sparkið biði hans næðust ekki góð úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær er undir pressu.
Solskjær er undir pressu. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur varað leikmennina sína við að hann gæti verið rekinn frá félaginu ef liðið nær ekki í góð úrslit í leikjum vikunnar.Enskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en United mætir bæði Tottenham og Manchester City í vikunni. Þeir fá Jose Mourinho og Tottenham í heimsókn á morgun en ferðast svo á Etihad á sunnudaginn.„Ole var tilfinningaríkur og sagði við leikmennina að ef þeir næðu ekki í góð úrslit í vikunni þá væri hann farinn,“ sagði heimildarmaður innan herbúða Manchester United.„Þetta er versti tíminn til þess að mæta Spurs þegar þeir eru komnir með Jose aftur í boltann.“Solskjær er einna líklegastur til að vera rekinn í enska boltanum og ekki minnkaði pressan er United gerði 2-2 jafntefli við Aston Villa um helgina.Liðið hefur einungis náð í átján stig úr fjórtán leikjum og er þetta versta byrjun í deildinni síðan tímabilið 1988/1989.Mauricio Pochettino hefur verið orðaður við starfið en hann var rekinn frá Tottenham í þar síðustu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.