Erlent

Greta Thunberg komin til Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Hin sextán ára Greta Thunberg er komin til Portúgal.
Hin sextán ára Greta Thunberg er komin til Portúgal. Twitter
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg er komin til portúgölsku höfuðborgarinnar Lissabon eftir um þriggja vikna siglingu frá Ameríku.Thunberg birti í hádeginu mynd á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir einfaldlega „Lissabon!“. Leið hennar liggur nú á lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í spænsku höfuðborginni Madríd dagana 2. til 13. desember.„Mér finnst þetta óraunverulegt. Það er mjög sérstök tilfinning að land og manneskjur,“ segir hin sextán ára Thunberg í samtali við DN.

Thunberg hefur siglt með tvíbytnunni La Vagabonde síðustu vikur, en hún neitar að fljúga vegna útblásturs frá flugvélum. Hún ferðaðist einnig sjóleiðina frá Evrópu til Bandaríkjanna í haust til að sækja loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í New York.Thunberg fékk far yfir Atlantshafið með áströlskum YouTube-stjörnum, þeim Riley Whitlum og Elayna Carausu, og ensku siglingakonunni Nikki Henderson. Auk þess var faðir Gretu, Svante Thunberg, með í för.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.