Lífið

Þegar Greta Thun­berg rak augun í Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Á myndum má sjá ískalt augnaráð Gretu Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá.
Á myndum má sjá ískalt augnaráð Gretu Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá.
Myndband þar sem sjá má augnablikið þegar sænski lofslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg rak augun í Donald Trump í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær hefur vakið talsverða athygli.



Á myndunum má sjá ískalt augnaráð Thunberg þegar hún sér bandaríska forsetann ganga framhjá.



Thunberg var stödd í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í tengslum við leiðtogafund um loftslagsmál – fund sem Trump ákvað sjálfur að sniðganga. Þessi í stað mætti hann í höfuðstöðvar SÞ til að sækja fund um trúfrelsi og það var þá sem Thunberg sá forsetann.

Ræða Thunberg á loftslagsfundinum hefur vakið mikla athygli þar sem hún sakaði leiðtoga heims um að ræna hana æskunni. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg. 



Forsetinn bandaríski virðist hins vegar gefa lítið fyrir málflutning hennar og tísti í nótt myndband af ræðu hennar og texta í að því er virðist kaldhæðnislegum tón: „Hún virðist mjög hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og yndislegrar framtíðar. Gaman að sjá!“ sagði forsetinn.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það

Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.