Erlent

Fjögur hús eyði­lögðust í bruna í mið­bæ Hall­statt

Atli Ísleifsson skrifar
Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki.
Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki. epa

Fjögur hús hið minnsta eyðilögðust í fögrum miðbæ austurríska bæjarins Hallstatt um helgina. Var ferðamönnum ráðlagt að halda sig fjarri miðbænum, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, á meðan slökkvi- og hreinsunarstarf fer þar fram.

DW greinir frá því að eldurinn hafi komið upp í trjákofa við vatnið og síðar breiðst út til nærliggjandi húsa. Bærinn þykir af mörgum einn sá fallegasti í landinu og er sérstaklega vinsæll meðal kínverskra ferðamanna.

Slökkviliðsmaður slasaðist við slökkvistörf en íbúar sluppu allir óhultir. Alls voru átta slökkviliðsbílar og 109 slökkviliðsmenn sendir á vettvang á laugardaginn þegar eldurinn kom upp.

Hallstatt þykir einstaklega fagur bær. Getty

Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári.

Alls búa um átta hundruð manns í bænum en þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.