Enski boltinn

Aftur horfir Arsenal til Spánar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcelino, stjóri Valencia, er á óskalista Arsenal.
Marcelino, stjóri Valencia, er á óskalista Arsenal. vísir/getty
Arsenal hefur sett sig í samband við fyrrum stjóra Valencia, Marcelino, en Goal hefur þetta samkvæmt heimildum sínum.Marcelino García Toral er 54 ára en síðast var hann í starfi hjá Valencia. Þar starfaði hann frá 2017 til 2019 en hann var rekinn frá félaginu í byrjun september.Hann hefur einnig þjálfað til að mynda hjá Sevilla og Villareal en hann hefur verið að þjálfa síðan 1997. Nú leitar hann sér að nýju starfi.Arsenal lét Unai Emery fara í síðustu viku en Freddie Ljungberg er nú bráðabirgðarstjóri hjá félaginu. Emery er einnig frá Spáni svo forráðamenn Arsenal horfa hýru auga til Spánar.Arsenal er í 9. sæti ensku deildarinnar með nítján stig. Þeir eru á toppi F-riðilsins í Evrópudeildinni með tíu stigi, stigi á undan Eintracht Frankfurt.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.