Eiffelturninn lokaður og lamaðar almenningssamgöngur Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2019 12:50 Frá mótmælum í frönsku hafnarborginni Marseille í morgun. AP Umfangsmiklar verkfallsaðferðir franskra stéttarfélaga hafa haft mikil áhrif á franskt samfélag það sem af er degi, þar sem skólastarf hefur fallið niður og almenningssamgöngur raskast. Verkafólk er með verkfallsaðgerðunum að lýsa yfir óánægju með lagabreytingar sem fela í sér að vinnandi neyðist til fara síðar á eftirlaun eða þá þola skertar lífeyrisgreiðslur. Auk starfsmanna innan skólakerfisins og almenningssamgangna hafa lögreglumenn, lögfræðingar, sjúkrahússtarfsmenn og flugvallarstarfsmenn lagt niður störf. Áætlað er að milljónir hafi farið í verkfall í Frakklandi í dag til að þrýsta á breytingar. Verkfallsaðgerðirnar eru þær umfangsmestu í landinu um árabil en megn óánægja er með fyrirætlanir Emmanuel Macron Frakklandsforseta um samræmt lífeyriskerfi í landinu.Að neðan má sjá myndir frá Eiffelturninum þar sem ferðamenn komu að lokuðum kofanum í morgun.Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði í gærkvöldi að yfirvöld ættu von á um 250 mótmælasamkomum víðs vegar um landið í dag. Varaði hann við að til óeirða gæti komið á einhverjum stöðum. „Við vitum að þessi mótmæli verða fjölmenn og við þekkjum áhættuna. Ég hef óskað eftir því að þegar óeirðir blossa upp og kemur til ofbeldis þá verði gripið til handtaka tafarlaust.“ Óeirðalögregla í París leitaði í töskum fólks snemma í morgun á breiðstrætinu Champs-Élysées og þá var búðum, sem standa á þeirri leið sem áætlað er að kröfuganga verði farin, gert að loka. Almenningssamgöngur hafa raskast mikið og má þar nefna að einungis fimm af sextán neðanjarðarlestarlínum höfuðborgarinnar París hafa verið virkar í dag. Frakkland Tengdar fréttir Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Umfangsmiklar verkfallsaðferðir franskra stéttarfélaga hafa haft mikil áhrif á franskt samfélag það sem af er degi, þar sem skólastarf hefur fallið niður og almenningssamgöngur raskast. Verkafólk er með verkfallsaðgerðunum að lýsa yfir óánægju með lagabreytingar sem fela í sér að vinnandi neyðist til fara síðar á eftirlaun eða þá þola skertar lífeyrisgreiðslur. Auk starfsmanna innan skólakerfisins og almenningssamgangna hafa lögreglumenn, lögfræðingar, sjúkrahússtarfsmenn og flugvallarstarfsmenn lagt niður störf. Áætlað er að milljónir hafi farið í verkfall í Frakklandi í dag til að þrýsta á breytingar. Verkfallsaðgerðirnar eru þær umfangsmestu í landinu um árabil en megn óánægja er með fyrirætlanir Emmanuel Macron Frakklandsforseta um samræmt lífeyriskerfi í landinu.Að neðan má sjá myndir frá Eiffelturninum þar sem ferðamenn komu að lokuðum kofanum í morgun.Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði í gærkvöldi að yfirvöld ættu von á um 250 mótmælasamkomum víðs vegar um landið í dag. Varaði hann við að til óeirða gæti komið á einhverjum stöðum. „Við vitum að þessi mótmæli verða fjölmenn og við þekkjum áhættuna. Ég hef óskað eftir því að þegar óeirðir blossa upp og kemur til ofbeldis þá verði gripið til handtaka tafarlaust.“ Óeirðalögregla í París leitaði í töskum fólks snemma í morgun á breiðstrætinu Champs-Élysées og þá var búðum, sem standa á þeirri leið sem áætlað er að kröfuganga verði farin, gert að loka. Almenningssamgöngur hafa raskast mikið og má þar nefna að einungis fimm af sextán neðanjarðarlestarlínum höfuðborgarinnar París hafa verið virkar í dag.
Frakkland Tengdar fréttir Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14