Erlent

Milljónir leggja niður störf í Frakk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsfólk í skólum, samgöngukerfum, á spítölum og flugvöllum tekur þátt í aðgerðunum.
Starfsfólk í skólum, samgöngukerfum, á spítölum og flugvöllum tekur þátt í aðgerðunum. AP
Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi þar sem milljónir starfsmanna úr hinum ýmsu geirum fara í verkfall í dag.

Verið er að mótmæla áætlunum stjórnvalda sem miða að því að fá fólk til að hætta að vinna síðar á lífsleiðinni ellegar fá minni ellilífeyri í sinn hlut.

Starfsfólk í skólum, samgöngukerfum, á spítölum og flugvöllum tekur þátt í aðgerðunum og það gera lögfræðingar og lögreglumenn einnig.

Verkfallið var samþykkt af flestum stærstu stéttarfélögum landsins sem eru afar óánægð með áætlun Emmanuel Macron forseta sem miðar að því að allir sitji við sama borð þegar kemur að lífeyrisréttindum.

Aðgerðirnar njóta víðtæks stuðnings hjá almenningi, ekki síst í yngri aldurshópunum. Það mun standa að minnsta kosti í dag en sum verkalýðsfélög hafa varað við langvarandi aðgerðum, láti forsetinn sér ekki segjast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×