Íslenski boltinn

Þjálfarar í Pepsi Max karla vilja allir nema einn fjölga leikjum í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR varð Íslandsmeistari í haust.
KR varð Íslandsmeistari í haust. Vísir/Daníel

Það er mikill áhugi meðal allra þjálfara í Pepsi deild karla að fjölga leikjum í efstu deild karla í fótbolta. Þetta kom fram í könnun hjá vefmiðlinum fótbolti.net.

Fótbolti.net leitaði til allra tólf þjálfarana í deildinni og spurði þá spurningarinnar: Ertu hlynntur fjölgun leikja á Íslandsmótinu? Ef já, hvaða útfærslu myndir þú vilja sjá í því samhengi?

Þjálfararnir komu með margar misjafnar leiðir til að fjölga leikjunum en þeir eru flestir sammála um að deildin þurfi fleiri leiki. Það er aðeins Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, sem vill ekki fjölga leikjum en hann vill samt lengja tímabilið og losna við hraðmótið í byrjun.

Fimm af tólf þjálfurum vilja fá þrefalda umferð með tólf liðin en það myndi þýða 33 leiki á lið.

Óskar Hrafn Þorvaldsson hjá Breiðabliki er sá eini sem vill fækka liðum en hann vill síðan úrslitakeppni hjá topp- og botnliðunum. Ásmundur Arnarsson hjá Fjölni vill svipaða útfærslu en vill þó halda áfram tólf liðum í deildinni.

Fjórir þjálfarar vilja síðan sjá fleiri lið í deildinni eða að gera þetta að fjórtán til sextán liða deild.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir hvernig hver þjálfari vill breyta Pepsi Max deildinni. Svör úr umfjöllun fótbolta.net.

Rúnar Kristinsson, KR - Tólf liða deild með þrefaldri umferð (33 leikir)
Óskar Hrafn Þorvaldsson, Breiðablik - Fækka í 10 lið en skipta svo deildinni í tvo hluta (26 leikir á lið)
Ólafur Kristjánsson, FH - Tólf liða deild með þrefaldri umferð (33 leikir)
Rúnar Páll Sigmundsson, Stjarnan - Sextán liða deild sem byrjar í mars (30 leikir)
Óli Stefán Flóventsson, KA - Fjölga í 14 til 16 lið (26-30 leikir)
Heimir Guðjónsson, Valur - Tólf liða deild með þrefaldri umferð (33 leikir)
Arnar Gunnlaugsson, Víkingur R. - Tólf liða deild með þrefaldri umferð (33 leikir)
Atli Sveinn Þórarinsson, Fylkir - Tólf liða deild með þrefaldri umferð (33 leikir)
Brynjar Björn Gunnarsson, HK - Fjölga í 14 til 16 lið (26-30 leikir)
Jóhannes Karl Guðjónsson, ÍA - Fjölga í 14 lið (26 leikir)
Ágúst Gylfason, Grótta - Sama fyrirkomulag en teygja á deildinni (22 leikir)
Ásmundur Arnarsson, Fjölnir - Tvöföld umferð og svo úrslitakeppni í efri og neðri hluta eins og í Danmörku (32 leikir)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.