Enski boltinn

Ljungberg: Þetta er ekki Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ljungberg stýrði Arsenal í fyrsta sinn á Emirates í kvöld.
Ljungberg stýrði Arsenal í fyrsta sinn á Emirates í kvöld. vísir/getty

Freddie Ljungberg, bráðabirgðastjóri Arsenal, var niðurlútur eftir 1-2 tap liðsins fyrir Brighton á Emirates í kvöld.

Þetta var annar leikur Arsenal undir stjórn Svíans en liðið gerði 2-2 jafntefli við Norwich City í þeim fyrsta.

„Þetta var erfitt. Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og lögðum okkur ekki nógu mikið fram. Þú getur ekki byrjað svoleiðis,“ sagði Ljungberg eftir leikinn í kvöld.

„Við spiluðum betur í seinni hálfleik en þeir ógnuðu alltaf í skyndisóknum og við erum ekki með neitt sjálfstraust. Ég þarf að vinna í því og fylla leikmennina sjálfstrausti á ný.“

Ljungberg var afar ósáttur við frammistöðu Arsenal í fyrri hálfleik.

„Í hálfleik sögðum við: Þetta er ekki Arsenal, við verðum að reyna. Ég vildi sjá það frá þeim,“ sagði Ljungberg.

Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur ekki unnið í níu leikjum í röð í öllum keppnum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.