Brighton vann á Emirates og ófarir Arsenal halda áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maupay fagnar sigurmarkinu.
Maupay fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Brighton vann 1-2 útisigur á Arsenal í lokaleik 15. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þetta var annar leikur Arsenal undir stjórn Freddies Ljungberg og sá fyrsti á Emirates.Neal Maupay skoraði sigurmark Brighton sem er í 13. sæti deildarinnar.Arsenal er í 10. sætinu en liðið hefur ekki unnið í sjö deildarleikjum í röð.Brighton var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Adam Webster kom gestunum yfir eftir hornspyrnu á 36. mínútu.Arsenal byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og á 50. mínútu jafnaði Alexandre Lacazette með skalla eftir hornspyrnu Mesuts Özil.Á 63. mínútu skoraði David Luiz fyrir Arsenal en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skallaði Maupay fyrirgjöf Aarons Moy í netið og kom Brighton aftur yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Mávarnir fögnuðu 1-2 sigri.Þetta var fyrsti sigur Brighton á Arsenal á útivelli í sögu félagsins.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.