Enski boltinn

Tölfræði Leicester miklu betri á þessu tímabili en þegar þeir unnu titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leicester City fagnar titlinum vorið 2016. Fyrirliðinn n Wes Morgan og knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri lyfta Englandsbikarnum.
Leicester City fagnar titlinum vorið 2016. Fyrirliðinn n Wes Morgan og knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri lyfta Englandsbikarnum. Getty/Michael Regan

Leicester City er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir fimmtán fyrstu umferðirnar og er á mikilli sigurgöngu undir stjórn Brendan Rodgers.

Leicester City hefur meira að segja fengið fleiri stig en Liverpool í síðustu sjö umferðum þó það muni ennþá átta stigum á liðuunum enda er Liverpool aðeins búið að tapa stigum í einum leik af fimmtán.

Fótboltaáhugamenn hugsa örugglega ósjálfrátt til 2015-16 tímabilsins þar sem Leicester City kom öllum á óvart og varð enskur meistari eftir að hafa verið í fallbaráttu tímabilið á undan.

Það sem er þó einna athyglisverðast við frammistöðu Leicester City á þessari leiktíð að liðið er með mun betri tölfræði á þessu tímabili en á tímabilinu sem liðið vann titilinn.

Þetta má sjá á samantekt Opta hér fyrir neðan.Leicester City hefur unnið síðustu sjö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er með 35 stig í 15 leikjum eða 2,3 að meðaltali í leik.

Leicester fékk 2,1 stig að meðaltali þegar liðið varð enskur meistari 2015-16.

Liðið er líka að skora meira í vetur og fá færri mörk á sig. Þá er liðið miklu meira með boltann eða 58 prósent á móti aðeins 42 prósentum fyrir fjórum árum síðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.