Íslenski boltinn

Hjálpaði ÍBV að bjarga sér frá falli og snýr núna aftur til Eyja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sito í leik með ÍBV sumarið 2015.
Sito í leik með ÍBV sumarið 2015. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Spænski sóknarmaðurinn Jose Sito hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV.

Sito þekkir vel til í Eyjum en hann lék með ÍBV seinni hluta tímabilsins 2015.

Spánverjinn skoraði þá sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni og átti stóran þátt í að ÍBV bjargaði sér frá falli.

Sito hefur einnig leikið með Fylki og Grindavík hér á landi. Hann hefur alls leikið 49 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað tólf mörk.

Auk Sitos hefur Bjarni Ólafur Eiríksson samið við ÍBV og mun taka slaginn með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Helgi Sigurðsson tók við ÍBV eftir síðasta tímabil og fær það verkefni að komast Eyjamönnum aftur upp í deild þeirra bestu.


Tengdar fréttir

Bjarni Ólafur til ÍBV

Bjarni Ólafur Eiríksson mun spila með ÍBV í Inkassodeildinni næsta sumar en hann samdi við Eyjamenn í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.