Íslenski boltinn

Bjarni Ólafur til ÍBV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarni Ólafur við undirskriftina í dag
Bjarni Ólafur við undirskriftina í dag mynd/íbv

Bjarni Ólafur Eiríksson mun spila með ÍBV í Inkassodeildinni næsta sumar en hann samdi við Eyjamenn í dag.

Bjarni Ólafur kemur frá Val þar sem hann hefur verið síðustu ár. Hann samdi við ÍBV til ársins 2020.

Bakvörðurinn, sem einnig getur leikið sem miðvörður, hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari með Val og þrisvar bikarmeistari.

Hann á einnig 23 A-landsleiki að baki.

ÍBV féll úr Pepsi Max deild karla í haust og mun því spila í Inkassodeildinni á næsta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.