Erlent

Formaður VR segir spennuþrungið andrúmsloft í Frakklandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ragnar Þór segir að mótmælin hafi að mestu farið sæmilega fram.
Ragnar Þór segir að mótmælin hafi að mestu farið sæmilega fram. Vísir/Vilhelm

Verkfallsaðgerðir vegna áforma frönsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á eftirlaunakerfi landsins héldu áfram í dag. Almenningssamgöngur hafa verið í algjörum lamasessi, skólar lokaðir, og útlit fyrir að aðgerðri haldi áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er staddur í París og segir mikla spennu í loftinu.

Að sögn Ragnars hafa margir hópar komið saman og mótmælt og það á mismunandi forsetum. Grundvallarástæðan sé fyrirhugaðar breytingar á eftirlaunakerfi Frakka sem hann segir hækka lífeyrisaldur og skerða réttindi. Einnig beinist mótmælin þó gegn ástandi loftslagsmála.

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í gær, bál voru kveikt og táragasi varpað. Ragnar segist hafa orðið var við átökin, mótmælin hafi þó almennt farið ágætlega fram. Ragnar segir lítinn hóp hafa gengið hart fram en hann hafi verið áberandi, fréttaflutningur hafi verið mestur af rúðubrotum og íkveikjum. Hann segist skynja mikla spennu en einnig góða stemningu.

Almenn óánægja með Macron er svo ekki til þess fallin að lægja öldurnar. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum eru nærri tveir af hverjum þremur Frökkum óánægðir með störf forsetans. Hann hefur raunar ekki komið út í plús síðan í ársbyrjun 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.