Enski boltinn

Fyrrverandi aðstoðarmaður Guðjóns tekur við Watford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pearson fær það verkefni að reyna að halda Watford í ensku úrvalsdeildinni.
Pearson fær það verkefni að reyna að halda Watford í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty

Watford hefur ráðið Nigel Pearson sem knattspyrnustjóra liðsins til loka tímabilsins.


Pearson er þriðji stjóri Watford á tímabilinu. Javi Gracia var stjóri þess í upphafi tímabils en var rekinn 7. september. Quique Sánchez Flores tók við af Gracia en var sagt upp á sunnudaginn.

Watford er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur Watford er gegn Crystal Palace á morgun. Hayden Mullins stýrir Watford í leiknum, líkt og hann gerði í 2-0 tapinu fyrir Leicester City á miðvikudaginn.

Pearson var síðast við stjórnvölinn hjá OH Leuven í Belgíu. Hann hefur einnig stýrt Carlisle United, Southampton, Leicester City, Hull City og Derby County á Englandi.

Hann var einnig aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar hjá Stoke um tveggja ára skeið í upphafi aldarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.