Erlent

Loftslagsverkföllin hafi engu skilað

Andri Eysteinsson skrifar
Greta Thunberg í Madríd.
Greta Thunberg í Madríd. Getty/Miguel Benitez

Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir að loftslagsverkföll nemenda víðs vegar um heim hafi engu skilað.

Þúsundir manna voru saman komnir í spænsku höfuðborginni Madríd í gær til þess að hlýða á ávarp Gretu Thunberg en í borginni stendur nú yfir loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan er tuttugasta og fimmta loftslagsráðstefnan sem sameinuðu þjóðirnar standa fyrir. Hófst hún 2. Desember og stendur yfir til þess þrettánda. Guardian greinir frá.

Thunberg sem vakti athygli þegar hún stóð fyrir loftslagsverkfalli í Svíþjóð árið 2017 sagði að þrátt fyrir að fjöldi nemenda víðs vegar um heim leggðu niður bók og blýant og tæku þátt í loftslagsverkföllum, þar á meðal á Íslandi, hafi það hingað til ekki leitt til aðgerða stjórnvalda víða um heim.

Thunberg sagðist þá vona að viðræður Sameinuðu þjóðanna myndu skila árangri en sagðist óviss um hvort stjórnvöld skildu alvarleika málsins. Ekki væri unnt að halda óbreyttu ástandi mikið lengur þar sem magn gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast.

Við getum ekki beðið lengur voru skilaboðin frá Thunberg. Sagði hún að börnin sem taka þátt í loftslagsverkföllunum vilji ekki þurfa að halda þeim til streitu. Valdhafar þyrftu að taka af skarið og sýna vilja sinn í verki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.