Enski boltinn

„Allir vilja spila fyrir Liverpool“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barbosa hefur áhuga á að spila með samlanda sínum, Firmino.
Barbosa hefur áhuga á að spila með samlanda sínum, Firmino. vísir/getty
Gabriel Barbosa, framherji Inter Milan, segir að hann myndi elska að spila með Roberto Firmino. Sama hvort það sé hjá brasilíska landsliðinu eða hjá Liverpool.

Barbosa er á láni í Brasilíu þar sem hann spilar með Flamengo og spilaði hann stóran þátt í því að liðið vann Copa Libertadores á dögunum. Hann hefur skorað 34 mörk í 40 leikjum.

Barbosa er 23 ára en hann hefur verið orðaður við bæði West Ham og Everton. Hann segist vera mikill aðdáandi Roberto Firmino, framherja Liverpool, en þeir gætu mæst á HM félagsliða þar sem Liverpool og Flamengo eru bæði í undanúrslitunum.







„Firmino er frábær. Hann hefur náð árangri í mörg ár í Evrópu. Hann er kraftmikill framherji og hefur verið frábær hjá Brasilíu. Hann er átrúnaðargoð sem ég lít upp til,“ sagði Barbosa við The Sun.

„Það væri heiður að fá að spila með honum. Kannski verðum við saman í brasilíska landsliðinu og Liverpool er lið sem allir vilja spila fyrir en það er erfitt að tala um þetta núna. Allur minn hugur er á HM félagsliða.“

„Mér líkar vel við ensku úrvalsdeildina. Í henni eru teknískir leikmenn, sterkir og hraðir. Ég fylgist vel með leikjunum frá Brasilíu,“ bætti framherjinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×