Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 23:00 Mikil spenna er komin í viðræður ríkjanna þó þessi mynd beri það ekki með sér. Myndin var tekin í heimsókn Trumps á hlutlausa svæðið á milli Norður- og Suður-Kóreu í júní á þessu ári. Getty/Dong-A Ilbo Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. Sendiherrann sagði í yfirlýsingu að óskir Bandaríkjamanna um frekari samningaviðræður um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu væru einungis ætlaðar til heimabrúks í innanríkispólitík Bandaríkjastjórnar. „Við þurfum ekki að eiga langar samningaviðræður við Bandaríkin núna og nú þegar er búið að slá afvopnun út af samningaborðinu,“ sagði sendiherrann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef The Guardian.Sjá einnig: Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöfSpenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist undanfarið þar sem nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Sá frestur á að renna út nú í lok árs og hefur einræðisherra Norður-Kóreu sagt að Bandaríkjamenn megi eiga von á jólagjöf, takist ekki að semja fyrir árslok. Þótt ríkið hafi ekki alltaf staðið við slíkar hótanir telja bæði Suður-Kóreustjórn og Bandaríkin að einræðisstjórninni sé nú alvara. Ekki er útilokað að Norður-Kórea setji aukinn þunga í bæði kjarnorku- og eldflaugatilraunir ef samningar nást ekki. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. Sendiherrann sagði í yfirlýsingu að óskir Bandaríkjamanna um frekari samningaviðræður um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu væru einungis ætlaðar til heimabrúks í innanríkispólitík Bandaríkjastjórnar. „Við þurfum ekki að eiga langar samningaviðræður við Bandaríkin núna og nú þegar er búið að slá afvopnun út af samningaborðinu,“ sagði sendiherrann í yfirlýsingu sinni sem greint er frá á vef The Guardian.Sjá einnig: Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöfSpenna milli ríkjanna tveggja hefur aukist undanfarið þar sem nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Sá frestur á að renna út nú í lok árs og hefur einræðisherra Norður-Kóreu sagt að Bandaríkjamenn megi eiga von á jólagjöf, takist ekki að semja fyrir árslok. Þótt ríkið hafi ekki alltaf staðið við slíkar hótanir telja bæði Suður-Kóreustjórn og Bandaríkin að einræðisstjórninni sé nú alvara. Ekki er útilokað að Norður-Kórea setji aukinn þunga í bæði kjarnorku- og eldflaugatilraunir ef samningar nást ekki.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Skutu viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu Sjóher Suður-Kóreu skaut í nótt viðvörunarskotum að fraktskipi frá Norður-Kóreu sem hafði ratað inn í landhelgi ríkisins í Gulahafinu. 27. nóvember 2019 08:52
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. 17. nóvember 2019 22:00