Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. Yfirvöld Bandaríkjanna þvertaka fyrir að um sé að ræða tilslökun gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar sem um ræðir bera heitið Combined Flying Training Event og fjölmargir flugmenn flugherja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu taka þátt í þeim á ári hverju. Fyrr á þessu ári var búið að taka þá ákvörðun að draga úr umfangi þeirra, vegna andstöðu yfirvalda Norður-Kóreu við æfingarnar, samkvæmt frétt Reuters. Þrátt fyrir það lýstu Norður-Kóreumenn sig áfram andstæða æfingunum og var því hætt við þær í bili. Donald Trump tísti til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í dag og hvatti hann til að ná samkomulagi. Trump væri sá eini sem gæti komið Kim á þann stað sem hann þyrfti að vera á og Kim þyrfti að drífa sig að semja. Forsetinn endaði skilaboðin til einræðisherrans á „Sjáumst brátt!“Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon! https://t.co/kO2k14lTf7 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Tístið snýr einnig að því að á dögunum birtist grein í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, þar sem farið var hörðum orðum um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Í þeirri grein segir meðal annars að Biden sé óður hundur, hann líti ekki út eins og maður og honum verði refsað fyrir að vanvirða Kim. Réttast væri að berja hann til dauða með priki. Eins og kemur fram í tístinu hér að ofan segir Trump að Biden sé nú aðeins skárri en „óður hundur“, þó hann sé þreyttur og hægur, eins og Trump kallar hann ítrekað. Síðustu misseri hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa hafnað beiðni Bandaríkjanna um viðræður í nýliðinni viku.Sjá einnig: Borubrattur Kim Jong-unForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. Yfirvöld Bandaríkjanna þvertaka fyrir að um sé að ræða tilslökun gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar sem um ræðir bera heitið Combined Flying Training Event og fjölmargir flugmenn flugherja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu taka þátt í þeim á ári hverju. Fyrr á þessu ári var búið að taka þá ákvörðun að draga úr umfangi þeirra, vegna andstöðu yfirvalda Norður-Kóreu við æfingarnar, samkvæmt frétt Reuters. Þrátt fyrir það lýstu Norður-Kóreumenn sig áfram andstæða æfingunum og var því hætt við þær í bili. Donald Trump tísti til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í dag og hvatti hann til að ná samkomulagi. Trump væri sá eini sem gæti komið Kim á þann stað sem hann þyrfti að vera á og Kim þyrfti að drífa sig að semja. Forsetinn endaði skilaboðin til einræðisherrans á „Sjáumst brátt!“Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon! https://t.co/kO2k14lTf7 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Tístið snýr einnig að því að á dögunum birtist grein í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, þar sem farið var hörðum orðum um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Í þeirri grein segir meðal annars að Biden sé óður hundur, hann líti ekki út eins og maður og honum verði refsað fyrir að vanvirða Kim. Réttast væri að berja hann til dauða með priki. Eins og kemur fram í tístinu hér að ofan segir Trump að Biden sé nú aðeins skárri en „óður hundur“, þó hann sé þreyttur og hægur, eins og Trump kallar hann ítrekað. Síðustu misseri hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa hafnað beiðni Bandaríkjanna um viðræður í nýliðinni viku.Sjá einnig: Borubrattur Kim Jong-unForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira