Áttundi deildar­sigur Leicester í röð | Ný­liðarnir í 8. sætið eftir endur­­komu­­sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Vardy léttur í dag.
Jamie Vardy léttur í dag. vísir/getty
Brendan Rodgers og lærisveinar hans hjá Leicester eru á fljúgandi siglingu í enska boltanum um þessar mundir en þeir unnu sinn áttunda deildarleikinn í röð er þeir rúlluðu yfir Aston Villa, 4-1.Það kom fáum á óvart að fysrta markið skoraði Jamie Vardy en það kom á 20. mínutu. Kelechi Iheanacho tvöfaldaði svo forystuna á 40. mínútu en Jack Grealish minnkaði muninn á 45. mínútu.Þriðja mark Leicester kom svo eftir hornspyrnu en það skoraði varnarmaðurinn Jonny Evans og fjórða og síðasta mark Leicester gerði Vardy stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 4-1.Áttundi sigur Leicester í röð en liðið er í 2. sæti deildarinnar með 38 stig. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool en Aston Villa er í 17. sætinu.Newcastle vann 2-1 sigur á Southampton. Danny Ings kom Southampton yfir en tvö mörk í síðari hálfleik tryggðu Newcastle sigurinn. Jonjo Shelvey jafnaði metin á 68. mínútu og sigurmarkið skoraði Federico Fernandez á 87. mínútu.Newcastle er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig en Southampton er í fallsæti, nánar tiltekið 18. sætinu með fimmtán stig.Nýliðar Sheffield United eru svo komnir í 8. sætið eftir 2-1 sigur á Norwich á útivelli. Alexander Tettey kom Norwich yfir á 27. mínútu en tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks frá Enda Stevens og George Baldock tryggðu United sigur.Sheffield er sem áður segir í áttunda sætinu en Norwich er í 19. sætinu með ellefu stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.