Enski boltinn

Viðurkennir að hafa vanmetið ensku úrvalsdeildina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pablo Fornals
Pablo Fornals vísir/getty
Spænski miðjumaðurinn Pablo Fornals varð næstdýrasti leikmaður í sögu West Ham þegar hann var keyptur til félagsins frá Villarreal síðastliðið sumar.West Ham borgaði tæpar 30 milljónir punda fyrir þennan 23 ára gamla leikmann sem hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Spánverja.Fornals hefur ekki slegið í gegn hjá Lundúnarliðinu ennþá en hefur þó verið að fá stærra hlutverk í undanförnum leikjum. Hann viðurkennir að hafa ekki búist við að enska úrvalsdeildin væri jafn erfið og raun ber vitni.„Þessi deild er ótrúleg. Margir segja að þetta sé besta deild í heimi en ég held að maður skilji það ekki fyrr en maður fær að finna það á eigin skinni og upplifa það sjálfur,“ segir Fornals.„Allir leikvangarnir eru troðfullir. Okkar stuðningsmenn fylgja okkur út um allt land. Ákefðin og styrkur deildarinnar er mjög ólíkur því sem gerist á Spáni og ég nýt þess að fá að reyna mig hér,“ segir Fornals.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.