Fimm látnir og fleiri saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 10:13 Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Vísir/AP Fimm eru nú staðfestir látnir eftir að eldgos hófst á eldfjallaeyjunni Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi í nótt. Þá er tíu manns enn saknað af eyjunni, að því er fram kom á blaðamannafundi nýsjálenskrar lögreglu í dag. Flestir sem voru á eyjunni þegar gosið hófst eru taldir hafa verið farþegar úr sama skemmtiferðaskipinu.Sjá einnig: Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Gosið hófst um tvöleytið í dag að nýsjálenskum tíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. Hinir átján voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, margir með alvarleg brunasár. Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Slíka mynd má sjá efst í fréttinni.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf — Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst. Þar af voru yfir þrjátíu farþegar skemmtiferðarskipsins Ovation of the Seas á vegum Royal Caribbean Cruise Line. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það harmi atburði dagsins og komi á framfæri samúðarkveðjum til allra hlutaðeigandi. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að ekki hafi náðst samband við neinn á eyjunni. Þá sé unnið að því að bera kennsl á þá sem voru þar staddir þegar gosið hófst en um er að ræða bæði Nýsjálendinga og erlenda ferðamenn. Björgunarstarf gengur erfiðlega þar sem aðstæður á eyjunni eru metnar afar hættulegar.Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Þá eru gos í fjallinu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði. Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Sjá meira
Fimm eru nú staðfestir látnir eftir að eldgos hófst á eldfjallaeyjunni Whakaari, eða „Hvítu eyju“, á Nýja-Sjálandi í nótt. Þá er tíu manns enn saknað af eyjunni, að því er fram kom á blaðamannafundi nýsjálenskrar lögreglu í dag. Flestir sem voru á eyjunni þegar gosið hófst eru taldir hafa verið farþegar úr sama skemmtiferðaskipinu.Sjá einnig: Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Gosið hófst um tvöleytið í dag að nýsjálenskum tíma, eða um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Þegar hefur tuttugu og þremur verið bjargað af eyjunni en hinir látnu eru á meðal þeirra. Hinir átján voru fluttir slasaðir á sjúkrahús, margir með alvarleg brunasár. Á myndum úr vefmyndavél á vettvangi má sjá ferðamenn á göngustíg við gíginn rétt áður en eldgosið byrjaði. Slíka mynd má sjá efst í fréttinni.pic.twitter.com/NcFiCWi2Yf — Michael Schade (@sch) December 9, 2019 Talið er að tæplega fimmtíu manns hafi verið á eyjunni þegar gosið hófst. Þar af voru yfir þrjátíu farþegar skemmtiferðarskipsins Ovation of the Seas á vegum Royal Caribbean Cruise Line. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það harmi atburði dagsins og komi á framfæri samúðarkveðjum til allra hlutaðeigandi. Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að ekki hafi náðst samband við neinn á eyjunni. Þá sé unnið að því að bera kennsl á þá sem voru þar staddir þegar gosið hófst en um er að ræða bæði Nýsjálendinga og erlenda ferðamenn. Björgunarstarf gengur erfiðlega þar sem aðstæður á eyjunni eru metnar afar hættulegar.Fjallið, sem er á eyju rétt norðan við stóru eyjar Nýja-Sjálands, er eitt af virkustu eldfjöllum landsins. Hvíta eyja er jafnframt vinsæll ferðamannastaður og þangað fara ferðamenn gjarnan í dagsferðir. Þá eru gos í fjallinu nokkuð tíð. Síðast gaus þar árið 2016 en engan sakaði.
Eldgos og jarðhræringar Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Stefán vill verða varaformaður Innlent Fleiri fréttir Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Sjá meira
Manntjón eftir eldgos á vinsælli ferðamannaeyju Ferðamenn sáust ganga við gíg fjallsins rétt áður en gosið hófst. 9. desember 2019 06:25