Erlent

25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær

Eiður Þór Árnason skrifar
Jack var viðstaddur sömu ráðstefnu og árasarmaðurinn sat í gær stuttu áður en að hann framdi ódæðið.
Jack var viðstaddur sömu ráðstefnu og árasarmaðurinn sat í gær stuttu áður en að hann framdi ódæðið. Instagram/jackdavidmerritt
Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint eitt fórnarlamb stunguárásinnar á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra tveggja sem létust í árásinni, auk árásarmannsins, var hinn 25 ára gamli Jack Merritt.

Hann útskrifaðist með lögfræðigráðu frá Háskólanum í Cambridge árið 2017 og starfaði fyrir samtökin Learning Together, er fram kemur í frétt bresku fréttastofunnar Sky News.

Umrædd samtök skipulögðu ráðstefnuna sem árásarmaðurinn Usman Khan sat stuttu áður en hann framdi ódæðið síðdegis í gær. Árásarmaðurinn stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar á Lundúnabrú áður en hann var yfirbugaður og síðar skotinn til bana af lögreglu.

Sjá einnig: Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur

Khan var dæmdur hryðjuverkamaður og var á reynslulausn þegar hann framdi árásina í gær. Lögregla skilgreinir hana sem hryðjuverk.

David Merrit, faðir Jack, minntist sonar síns með hugljúfum hætti í færslu á Twitter:

„Jack sonur minn, sem var drepinn í þessari árás, hefði ekki viljað að dauðsfall sitt yrði notað til þess að réttlæta enn harðneskjulegri dóma eða til að halda eftir fólki að nauðsynjalausu. Hvíldu í friði Jack. Þú varst falleg sál sem tók alltaf upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín.“


Tengdar fréttir

Tveir látnir eftir árásina í London

Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum.

Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur

Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára.

Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London

Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×