Enski boltinn

Rodgers lofar stuðningsmönnum að lykilmenn verði ekki seldir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gaman hjá Leicester.
Gaman hjá Leicester. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir ekki koma til greina að missa leikmenn frá félaginu þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.Leicester hefur spilað frábærlega í vetur og er í 2.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Má telja líklegt að stærstu lið Evrópu renni hýru auga til Youri Tielemans, James Maddison, Ben Chilwell og Caglar Soyuncu en Rodgers segir engan leikmann úr hópnum vera falan.„Við viljum vaxa sem félag og það er mikil uppbygging í hópnum. Það er ekki á okkar stefnuskrá að missa leikmenn í janúar,“ segir Rodgers sem horfir frekar í að styrkja hóp sinn.„Okkar starf er að halda þeim sem við höfum hérna og ef við fáum tækifæri til að bæta hópinn munum við gera það. Ef það gerist ekki höldum við bara áfram með okkar hóp sem er mjög sterkur,“ segir Rodgers.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.