Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 07:36 David og Gillian Millane, foreldrar Grace, ræddu við fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í morgun. AP Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, en maðurinn kyrkti Millane og kom svo líkinu hennar fyrir í ferðatösku. Lík Millane fannst grafið í kjarri skammt frá Auckland um viku eftir að hún hvarf. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur og hélt hinn dæmdi, sem er 27 ára, því fram að hann hafi orðið henni að bana í „harkalegu kynlífi“.Sjá einnig:Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumótBBC segir frá því að foreldrar Millane, David og Gillian, hafi brostið í grát þegar kviðdómendur tilkynntu að hinn ákærði hafi verið fundinn sekur. Hann sýndi engar tilfinningar þegar dómur var lesinn upp, en niðurstaða náðist eftir um fimm tíma umhugsunartíma kviðdómenda. Dómarinn greindi svo frá því að refsing yrði ákvörðuð þann 21. febrúar á næsta ári.Að neðan má sjá myndir úr dómsal í morgun.Millane-hjónin höfðu flogið sérstaklega til Nýja-Sjálands vegna réttarhaldanna og sögðu við fjölmiðla að fjölskylda og vinir Millane myndu fagna niðurstöðunni. Hafi líf fjölskyldunnar verið eyðilagt vegna hins „villimannslega“ morðs á dótturinni. „Grace var sólskin okkar og hennar verður saknað að eilífu,“ sagði faðir Grace. Grace Millane var frá Essex í Bretlandi og var á bakpokaferðalagi um heiminn og kynntist morðingja sínum í gegnum stefnumótaforritið Tinder þann 1. desember síðastliðinn, daginn áður en hún myndi fagna 22 ára afmæli sínu. Vörðu þau nokkrum klukkustundum saman þar sem þau fengu sér kokteila áður en þau héldu á hótelherbergi mannsins.Sjá einnig:Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Lík Millane fannst í Waitākere-fjallgarðinum um viku síðar. Leiddi réttarkrufning í ljós að þrengt hafi verið að öndunarveg hennar. Málið vakti gríðarlega athygli í Nýja-Sjálandi þar sem Jacinda Ardern forsætisráðherra bað fjölskyldu Millane sérstaklega afsökunar.Að neðan má sjá foreldra Grace Millane þar sem þau bregðast við dómnum. Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim, en maðurinn kyrkti Millane og kom svo líkinu hennar fyrir í ferðatösku. Lík Millane fannst grafið í kjarri skammt frá Auckland um viku eftir að hún hvarf. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur og hélt hinn dæmdi, sem er 27 ára, því fram að hann hafi orðið henni að bana í „harkalegu kynlífi“.Sjá einnig:Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumótBBC segir frá því að foreldrar Millane, David og Gillian, hafi brostið í grát þegar kviðdómendur tilkynntu að hinn ákærði hafi verið fundinn sekur. Hann sýndi engar tilfinningar þegar dómur var lesinn upp, en niðurstaða náðist eftir um fimm tíma umhugsunartíma kviðdómenda. Dómarinn greindi svo frá því að refsing yrði ákvörðuð þann 21. febrúar á næsta ári.Að neðan má sjá myndir úr dómsal í morgun.Millane-hjónin höfðu flogið sérstaklega til Nýja-Sjálands vegna réttarhaldanna og sögðu við fjölmiðla að fjölskylda og vinir Millane myndu fagna niðurstöðunni. Hafi líf fjölskyldunnar verið eyðilagt vegna hins „villimannslega“ morðs á dótturinni. „Grace var sólskin okkar og hennar verður saknað að eilífu,“ sagði faðir Grace. Grace Millane var frá Essex í Bretlandi og var á bakpokaferðalagi um heiminn og kynntist morðingja sínum í gegnum stefnumótaforritið Tinder þann 1. desember síðastliðinn, daginn áður en hún myndi fagna 22 ára afmæli sínu. Vörðu þau nokkrum klukkustundum saman þar sem þau fengu sér kokteila áður en þau héldu á hótelherbergi mannsins.Sjá einnig:Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Lík Millane fannst í Waitākere-fjallgarðinum um viku síðar. Leiddi réttarkrufning í ljós að þrengt hafi verið að öndunarveg hennar. Málið vakti gríðarlega athygli í Nýja-Sjálandi þar sem Jacinda Ardern forsætisráðherra bað fjölskyldu Millane sérstaklega afsökunar.Að neðan má sjá foreldra Grace Millane þar sem þau bregðast við dómnum.
Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00